Sögur

Á þessari síðu finnur þú fjölbreyttar sögur sem snerta hjartað, vekja bros eða veita innblástur. Hvort sem um er að ræða einstaka lífsreynslu, skemmtilegar atvikasögur eða hugljúfar frásagnir, þá er þetta staðurinn fyrir þær. Lífið er saga – segðu þína.

GÓÐUR DAGUR Á REYKJANESI MEÐ TINNU BJÖRK

Tinna ferðaðist um Reykjanesið ásamt Góa manninum sínum og vinum í skemmtilegri vinaferð. Þau gistu í eina nótt, nutu sín á skemmtilegum veitingastöðum, fóru á sjókayak við hvítu ströndina í Þórustaðavík, skoðuðu Rokksafnið og fengu sér dýrindis kvöldverður í Keflavík.…

SIGGA DÖGG

Sigga Dögg er mörgum kunn fyrir kynfræðslu sína og ritstörf en okkur lék áhugi á því að kynnast betur frekar keflvíkinginum frekar en kynfræðinginum en Sigga Dögg flutti aftur til heimabæjarins fyrir nokkrum árum sem hafði að segja má heilandi…

ÓLAFUR ÓLAFSSON

Hann var ofvirkur sem barn, ægilega stríðinn eins og flestir í hans fjölskyldu og einn af okkar bestu körfuboltamönnum, þar fer saman mikill kraftur og leikgleði og það er aldrei langt í húmorinn enda útilokar hann ekki frama á sviði…

SÆVAR HELGI

Sævar Helgi hefur djúpar tónlistarrætur úr Keflavík en foreldrar hans eru báðir tónlistarmenntaðir, amma hans starfaði sem píanókennari og undirleikari um áratugaskeið, föðurbróðir er tónskáld, föðursystir tónlistarkennari í London og svona mætti áfram telja. Það kom því engum á óvart…

HELGI JÓNAS GUÐFINNSSON

Þjálfarinn Helgi Jónas í höfuðstöðvum Metabolic í Reykjanesbæ.

Grindvíkingurinn Helgi Jónas var hálfgert undrabarn í körfubolta. Hann þótti á tímabili einn efnilegasti unglingur Evrópu og gerðar voru til hans miklar væntingar. Um tvítugt var hann kominn í atvinnumennsku þar sem hann sem hann bjóst við að upplifa drauma…

ELVA DÖGG SIGURÐARDÓTTIR

Hún hafði allt. Átti góða fjölskyldu, gekk vel í skóla og var afrekskona í íþróttum. Síðan gerðist eitthvað og áður en hún vissi af var hún komin inn á barna- og unglingageðdeild og langaði ekki að lifa lengur. Skömmin var…

Ást við fyrstu sýn

„Ég held að heimurinn sé að verða svo erilsamur og stór. Fólk er uppfullt af streitu og þarf að læra að slaka á og tengjast því sem virkilega skiptir máli. Þannig tel ég að fleiri eigi eftir að horfa til…

BRYNJAR LEIFSSON

Hann hafði hugsað sér að verða bakari eða flugmaður en varð í staðinn gítarleikari í heimsþekktri hljómsveit. Þú gætir hafa séð hann munda gítarinn í sjónvarpinu, í Saturday Night Live, hjá spjalldrottningunni Ellen, eða bregða fyrir í Game of Thrones. …

KRISTINN GUÐMUNDSSON

Kristinn Guðmundsson mun væntanlega seint losna við miðnafnið Soð. Undanfarin ár hefur hann birst á tölvu- og sjónvarpsskjáum landsmanna sem kærulaus áhugakokkur sem heillar áhorfendur með frumlegum uppátækjum og matargleði. Keflvíkingurinn skemmtilegi er þó fyrst og fremst listamaður sem hefur…

SOSSA

Listakonuna Sossu þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Verk hennar má finna á öðru hverju heimili á Suðurnesjum og þótt víðar væri leitað. Hún ræðir hér lífið og listina, segir frá upplifun sinni sem kona í karllægum listaheimi, sambandinu við…

Byrjaði allt með saklausum nestispökkum

Veitingastaðurinn Hjá Höllu í Grindavík býður upp á heilsusamlegan mat og hefur gott orðspor hans borist víða á stuttum tíma. Eigandi staðarins, hún Halla María Svansdóttir, hefur lengi haft brennandi áhuga á hollustu. „Eftir að ég eignaðist börnin mín fór…

Allt innan seilingar

Guðmundur Bjarni Sigurðsson er einn stofnenda vefstofunnar Kosmos og Kaos. Hann hefur búið í Reykjanesbæ frá barnæsku. Hann kann að meta stórkostlega náttúru Reykjanessins og ekki síst að hafa alþjóðaflugvöll í næsta nágrenni, enda títt á ferðalögum starfs síns vegna.…

MARGRÉT STURLAUGSDÓTTIR

Líf Margrétar Sturlaugsdóttur hefur meira og minna snúist um körfubolta. Þar var hún afar sigursæl sem hluti af fyrstu gullkynslóð íþróttarinnar í Keflavík og sem farsæll þjálfari á öllum stigum síðar meir. En rétt eins og í körfunni þá er…