MARGRÉT STURLAUGSDÓTTIR

Líf Margrétar Sturlaugsdóttur hefur meira og minna snúist um körfubolta. Þar var hún afar sigursæl sem hluti af fyrstu gullkynslóð íþróttarinnar í Keflavík og sem farsæll þjálfari á öllum stigum síðar meir. En rétt eins og í körfunni þá er leikurinn oft erfiður og hreinlega ósanngjarn. Hér segir hún á einlægan hátt frá baráttu sinni við krabbamein, hversu mikið greiningarferlið tók á og  hvernig hún tæklaði meinið á einstakan hátt samhliða því að klára fyrst kvenna á Íslandi FIBA þjálfaragráðu í körfubolta. Einnig ræðir Margrét um sitt hlutverk sem aðstandandi alkóhólista, en faðir hennar háði baráttu við sjúkdóminn um árabil áður en Bakkus hafði betur.

Deila á samfélagsmiðla