Sögur

Á þessari síðu finnur þú fjölbreyttar sögur sem snerta hjartað, vekja bros eða veita innblástur. Hvort sem um er að ræða einstaka lífsreynslu, skemmtilegar atvikasögur eða hugljúfar frásagnir, þá er þetta staðurinn fyrir þær. Lífið er saga – segðu þína.

GUÐBRANDUR EINARSSON

Guðbrandur Einarsson verslaði fermingarfötin timbraður. Snemma náðu áfengi og kannabisefni sterkum tökum á lífi þessa unga manns sem dreymdi um að verða bóndi. Hann setti tappann í og sneri sér að tónlist, verkalýðsmálum og stjórnmálum. Hann er tvöfaldur tvíburapabbi með…

JÓHANN FRIÐRIK FRIÐRIKSSON

Hann þótti uppátækjasamur sem barn og var kallaður Suðurnesjaskelfirinn. Áhugi hans liggur víða og því hefur hann prófað margt og má þar nefna störf við fjölmiðla, uppistand og nám í lýðheilsufræðum en hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri Keilis. Hann…

ERLA REYNISDÓTTIR

Erla Sóley Reynisdóttir er ekki há í loftinu en það háði henni aldrei á körfuboltavellinum enda keppnisskapið mikið hjá þessum „stáldverg“ eins og sumir kölluðu hana þegar þeir áttuðu sig á því að undir björtu fasinu bjó einbeittur sigurvilji. Erla…

EÐVARÐ ÞÓR EÐVARÐSSON

Þegar flest okkar eru að vakna á morgnana þá er Eðvarð Þór að klára útihlaup, nýbúinn með sundæfingu eða jafnvel að klára 18. holu í Leirunni. Slíkur er metnaðurinn og drifkrafturinn. Hann hækkaði ránna í sundíþróttinni á Íslandi við aðstæður…

HELGA SIGRÚN HARÐARDÓTTIR

Hún hefur komið víða við enda óhrædd við áskoranir hvort það er í námi eða starfi og hún var einu sinni pönkari. Lífið hefur verið allskonar, sorgin knúði dyra þegar eiginmaður hennar lést eftir stutta baráttu við krabbamein og henni…

PÁLL KETILSSON

Páll Ketilsson á skrifstofunni, sem stundum er á golfvellinum

Hann stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki aðeins 20 ára gamall og það er enn sprelllifandi – og það á sömu kennitölu. Það má segja að Víkurfréttir séu sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Flestir þekkja fjölmiðlamanninn en færri þekkja heimilisfaðirinn, golfarann, frumkvöðulinn og skyrtusölumanninn smekkvísa.…

HARPA JÓHANNSDÓTTIR

Hún fór í tónleikaferðalag um heimsálfur með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur sem var ævintýri fyrir 19 ára gamlan básúnuleikara. Harpa segir okkur frá tónlistinni, hjónabandinu sem vakti forvitni og hvernig það er að uppgötva að sonur þinn er ekki eins og…

ÞRÁINN KOLBEINSSON

Ég er svona ekta strákur úr bænum sem þekkir ekki rosalega mikið annað en það. Ég hafði alveg ferðast eitthvað um landið en Reykjanesið var eitthvað sem ég hafði aldrei spáð í. Ég hafði einu sinni komið til Grindavíkur en…

KRISTÍN JÚLLA KRISTJÁNSDÓTTIR

Hún er Gervahönnuður sem safnar Edduverðlaunum. Hún var uppreisnargjarn unglingur sem var send í sveitaskóla vestur á Reykjanes. Þar kynntist hún öllum villingunum úr Reykjavík og gerðist pönkari á Hlemmi. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og lætur…

GUNNAR ÖRLYGSSON

Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn. Sjómennska og veiði er Gunnari Örlygssyni í blóð borin. Hann fór um fermingu á sjóinn en í dag flytur hann út ferskan fisk víða um veröld og veltir milljörðum.  Njarðvíkingurinn stoppaði stutt…

FRIÐRIK ÁRNASON

Þrátt fyrir að vera rétt skriðinn yfir fertugt þá hefur Friðrik Árnason verið starfandi í ferðaþjónustu í 30 ár. Um fermingu fór hann hjólandi upp í Leifsstöð þar sem hann fiskaði ferðalaga í svefnpokagistingu í Njarðvíkurskóla. Hann var orðinn umboðsmaður…

GUÐBJÖRG GLÓÐ LOGADÓTTIR

Guðbjörg Glóð Logadóttir á stóran þátt í að breyta viðhorfi okkar Íslendinga gagnvart fiski. Á hennar æskuheimili komst lítið annað að þar sem sem frumkvöðullinn faðir hennar seldi fisk til Ameríku við matarborðið. Hún gekk með hugmyndina um Fylgifiska í…

VEIGAR MARGEIRSSON

Veigar er aftur fluttur til Íslands. Hér er hann í hljóðveri sínu í Gufunesi. Ljósmynd Eygló Gísla.

Hægláta tónskáldið sem haldið hefur sig í Hollywood í næstum tvo áratugi. Hann hefur samið tónlist fyrir stiklur mynda eins og Lord of the rings, Joker og Batman begins, svo nokkrar séu nefndar. Keflvíkingurinn Veigar Margeirsson er einlægur og hógvær…

BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON

Bergur Þór Ingólfsson er hinn grindvíski Billy Elliott. Fyrsti atvinnuleikarinn úr bæjarfélaginu og hefur átt farsælan feril sem leikari og leikstjóri í yfir aldarfjórðung. Bergur ásamt fjölskyldu sinni átti stóran þátt í að fella ríkisstjórn og hrinda af stað byltingu…